Almannadalsmótið 14.maí

Almannadalsmótið verður haldið á nýja keppnisvelli svæðisins. Í ár verður keppt í tölti á beinni braut en farið inn í hringinn með litlu börnin (sömu flokkar og í vetrarleikum Fáks). Almannadalsmótið verður haldið á nýja keppnisvelli svæðisins. Í ár verður keppt í tölti á beinni braut en farið inn í hringinn með litlu börnin (sömu flokkar og í vetrarleikum Fáks). Mótið hefst kl. 14 á laugardaginn og er skráning á netinu en hægt er að senda tölvupóst á fakur@simnet.is og skrá sig (muna að tilgreina nafn knapa, nafn hests og uppruna og í hvaða flokki á að keppa).
Ekkert skráningargjald en skráningu lýkur á föstudagskvöldið.

Boðið verður upp á fríar grillaðar pylsur og meðlæti svo það er um að gera og ríða við í Almannadal á laugardaginn og hitta skemmtilega hestamenn, taka þátt í mótinu og gúffa í sig grilluðum pylsum.
• Pollar (teymdir)
• Börn
• Unglingar
• Ungmenni
• Konur
• Karlar
• Ekki keppnisvanir (bæði fyrir konur og karla)