Allra sterkasta happdrættið!

28. mars 2018
Fréttir

Tíu folatollar, Eques Black hnakkur frá Líflandi, ferðavinningur frá VITA sport og járningasett frá Ásbirni Ólafssyni eru aðalvinningar í happdrættinu í tengslum við Allra sterkustu á laugardaginn.

Þetta eru tíu súpertollar sem við erum að tala um og þeir eru í stafrófsröð hér fyrir neðan. Einhver þeirra gæti orðið þinn fyrir aðeins kr. 1000! Landsliðsnefnd LH þakkar ræktendum og eigendum þessara stólpagripa fyrir þeirra ómetanlega framlag til stuðnings landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Adrían frá Garðshorni, ae. 8.42 gefandi Íslensk hrossarækt ehf.
F: Hágangur frá Narfastöðum
M: Elding frá Lambanesi

Arður frá Brautarholti, ae. 8.49 og heiðursverðlaun gefandi HJH ehf. og Bergsholt sf.
F: Orri frá Þúfu í Landeyjum
M: Askja frá Miðsitju

Boði frá Breiðholti Gbr., ae. 8.24 gefandi Boði ehf.
F: Krákur frá Blesastöðum 1A
M: Hrund frá Torfunesi
 
Draupnir frá Stuðlum, ae. 8.68 gefandi Austurás hestar ehf. Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Þerna frá Arnarhóli

Hákon frá Ragnheiðarstöðum, ae. 7.97 gefandi Ræktunarfélagið Hákon ehf.
F: Álfur frá Selfossi
M: Hátíð frá Úlfsstöðum

Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, ae. 8.46 gefandi HJH ehf.
F: Álfur frá Selfossi
M: Hending frá Úlfsstöðum

Ómur frá Kvistum, 8.61 og 1. verðlaun f. afkvæmi gefandi Kvistir ehf.
F: Víglundur frá Vestra-Fíflholti
M: Orka frá Hvammi

Rammi frá Búlandi, ae. 8.18 gefandi Ólafur Örn Þórðarson
F: Keilir frá Miðsitju
M: Lukka frá Búlandi

Sproti frá Enni, ae. 8.31 gefandi Gunnar Arnarson ehf. og Kristbjörg Eyvindsdóttir
F: Orri frá Þúfu í Landeyjum
M: Sending frá Enni

Sægrímur frá Bergi, ae. 8.71 gefandi Jón Bjarni Þorvarðarson
F: Sær frá Bakkakoti
M: Hrísla frá Naustum

Athugið að húsið opnar kl. 17, keppni hefst kl. 19.

Miðasala í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og  Baldvini og Þorvaldi.

Aðgöngumiði kr. 3.500

Happdrættismiði kr. 1.000