Álfasteinn er kynbótahestur

04. júní 2009
Fréttir
Álfasteinn frá Selfossi virðist ótvíræður kynbótahestur. Hann er átta vetra. Sjö afkvæmi hans hafa hlotið kynbótadóm og þar ef eru fimm með fyrstu verðlaun. Tvö eru með 8,20 og hærra í aðaleinkunn, bæði frá Ketilsstöðum. Álfasteinn frá Selfossi virðist ótvíræður kynbótahestur. Hann er átta vetra. Sjö afkvæmi hans hafa hlotið kynbótadóm og þar ef eru fimm með fyrstu verðlaun. Tvö eru með 8,20 og hærra í aðaleinkunn, bæði frá Ketilsstöðum.

Álfasteinn á 195 afkvæmi skráð í WorldFeng. Þar af eru 15 fædd í Danmörku og eitt í Noregi, en Álfasteinn var seldur til Danmerkur 2007. Af þeim afkvæmum sem hafa hlotið dóm er sköpulagið yfirleitt gott eða mjög gott. Djörfung frá Ketilsstöðum fékk 8,68 fyrir kosti 4 vetra á LM2008. Gott orð fer af þeim trippum sem tamin hafa verið undan Álfasteini. Flest ku vera fljót til með vilja og gang.