Alendis og LH undirrita samstarfssamning

25. mars 2021
Fréttir

Alendis TV & Landssamband hestamannafélaga hafa gert með sér spennandi samstarfssamning til þriggja ára. Alendis TV mun þar með sjá um framleiðslu og útsendingar, Allra Sterkustu og fleiri viðburðum sem haldnir eru á vegum LH. 

Markmið samstarfsins er að efla starf landssambandsins á heimsvísu og opna stærri markaðsglugga fyrir knapa inn á erlendan markað. Til dæmis með sýnikennslum, kynningu á landsliðsknöpum og þáttagerð í kringum landsliðið.  

Fyrsti viðburður sem framleiddur verður í þessu samstarfi er Allra Sterkustu, sem stefnt er á að halda í Samskipahöllinni þann 1. maí næstkomandi. 

Jóhann Hinrik Jónsson, Edda Hrund Hinriksdóttir & Kristinn Skúlason hittust til undirskriftar á samningnum.