Aldrei selst jafnvel í forsölu

Undirbúningur og framkvæmdir á tilvonandi landsmótssvæðinu að Hólum í Hjaltadal gengur vel og kominn er hugur í hestamenn fyrir landsmóti næsta sumar, ef marka má ganginn í forsölu miða á mótið. Aldrei hafa jafnmargir keypt miða í forsölu og nú, en um helmingi fleiri hafa nýtt sér forsöluverðin í ár en áður og sala gjafabréfa hefur sömuleiðis náð nýjum hæðum.

Þann 1. janúar 2016 munu verðin hækka, svo áhugasamir hafa út árið 2015 til að næla sér í miða á hagstæðustu verðunum. Allar upplýsingar um miðaverðin má finna inná www.landsmot.is

Gjafabréf og miða á mótið má kaupa á vef TIX miðasölu, www.tix.is.

Landsmót hestamanna ehf. þakkar góðar viðtökur og óskar hestamönnum sem og landsmönnum öllum, gleðilegs nýs árs og megi árið 2016 verða ykkur gæfuríkt í alla staði.