Ákvarðanir FEIF vegna WorldRanking móta

18. mars 2021
Fréttir

 Vegna núverandi ástands hefur stjórn FEIF tekið eftirfarandi ákvarðanir varðandi  WorldRanking mót

  • Árið 2021 verður einungis eitt gjald fyrir skráningu WorldRanking mót, sama hvenær mótið er skráð þá verður skráningargjaldið alltaf 80 euro en ekki tvöfalt gjald eftir ákv tíma. Einnig er hægt að færa dagsetningar á mótum án sérstaks gjalds.
  • Varðandi beiðni til FEIF um að fá undanþágur fyrir því að einn alþjóðlegur dómari þurfi að koma frá öðru aðildarríki var tekin eftirfarandi ákvörðun:
    • Öll WR mót þurfa að vera skipulögð samkvæmt lögum og reglum FEIF. Þá þarf að a.m.k. að vera einn alþjóðlegur dómari frá öðru aðildarríki. Ef sá dómari getur ekki ferðast sökum covid-19 og strangra reglugerða um sóttkví þarf að hafa samband við Jean-Paul Balz formann Sportnefndar FEIF og biðja um undanþágu. Þar þarf að framvísa upphaflegri boðun til dómarans (tölvupósti/bréfi) og staðfestingu dómarans sem og sönnunum fyrir ferðatakmörkunum. Formaður Sportnefndar FEIF getur gefið undanþágu byggða á þessum upplýsingum fyrir tiltekið mót. 
    • Niðurstöður frá WR mótum sem fara fram án alþjóðlegs dómara frá öðru aðildarlandi án undanþágu frá Jean-Paul Balz formanni Sportnefndar FEIF verða ekki teknar gildar á WR listanum
    • Hvert mót þarf að hafa a.m.k. þrjá alþjóðlega íþróttadómara, það er ekki mögulegt að skipta einum þeirra út fyrir landsdómara.

 

Jean-Paul Balz
FEIF Director of Sport
sport@feif.org