Akureyrarmót Léttis - niðurstöður

Skemmtilegu kvöldmóti er nú lokið hér á Hlíðarholtsvelli. Mótið var fámennt en góðmennt og var veðrið mun betra en spáð hafði verið. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta.

Um leið og við minnum á skráninguna í Tölt T1 og Gæðingaskeið PP2 sem verður 18. júní, þá birtum við hér niðurstöður kvöldsins.

Skeiðvallanefnd Léttis.