Áhugasamur Afrekshópur LH

07. mars 2017
Fréttir

Fyrsta námskeið afrekshópsins í ár var haldið í Hestheimum dagana 18.-19. febrúar sl. 21 nemandi er í hópnum og var gott andrúmsloft og mikill áhugi hjá þeim að læra og bæta sig og sinn hest.

Kennarar á þessu námskeiði voru þau Þórarinn Eymundsson og Olil Amble sem sáu um verklegu reiðkennsluna. Sigurður Torfi skoðaði járningar hjá öllum hestum og leiðbeindi um mikilvægi góðrar járningar. Guðmundur Björgvinsson hélt fyrirlestur um þátttöku sína á heimsmeistaramótum og hvað það er í raun að vera hluti af landsliði. Sigurður Sigurðarson miðlaðaði af sinni reynslu ásamt því að lána okkur alla aðstöðuna í Hestheimum.
Næsta námskeið Afrekshóps Landssambands hestamannafélaga verður haldið dagana 8.-9. apríl nk.