Áhugamannadeildin í hestaíþróttum

ÁHUGAMANNADEILDIN Í HESTAÍÞRÓTTUM AFTUR AF STAÐ – GLUGGAR OG GLER ENDURNÝJA

Áhugamannadeildin í hestaíþróttum, Gluggar og Glerdeildin, sem Hestamannafélagið Sprettur stofnaði á síðasta ári, fer aftur af stað í vetur og í dag var undirritaður samningur milli Spretts og fyrirtækisins Gluggar og Gler, en fyrirtækið verður aðalstyrktaraðili deildarinnar. Þá mun RÚV sýna frá Gluggar og Glerdeildinni í vetur í Sjónvarpinu.

Áhugamannadeildin er röð fimm móta sem haldin verða í Samskipahöllinni að Kjóavöllum og verður á fimmtudagskvöldum kl. 19:00. Aðgangur er ókeypis fyrir áhorfendur og er óhætt að segja að viðtökurnar á síðasta vetri hafi verið betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. 

„Þessi mótaröð kom eins og ferskur andblær inn í íslenska hestamennsku og fyrir áhugamenn um hestaíþróttir. Að deildin fari aftur af stað nú í vetur eru góð tíðindi og við hlökkum til þessa skemmtilega verkefnis,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður Spretts. 

„Okkur fannst þetta spennandi hugmynd í fyrra og hún sýndi sig svo sannarlega og sannaði. Það var því aldrei vafi í okkar huga að endurnýja samstarfið og það er okkur heiður að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Hafsteinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Gluggar og Gler. 

Í Gluggar og Glerdeildinni er keppt í fjórgangi, trekk, fimmgangi, slaktaumi og tölti og taka 15 lið þátt í keppnisröðinni með fimm knöpum hver. Þá var í dag jafnframt dregið um fjögur ný lið sem taka þátt í deildinni í vetur og komu nöfn eftirtalinna liða upp úr skálinni: Lið Siggu, Lið Vesturlands, Lið Austurkots og Lið Valsteins. Þrjú lið verða til vara og eru það Lið Andrésar Péturs, Lið Dalamanna og Lið Team Loftið. Fyrir voru eftirtalin lið: Barki, Heimahagi, Hringhótel, Kæling, Kerckhaert/Málning, Margrétarhof/Export hestar, Mustad, Poulsen, Team Kaldi Bar, Toyota Selfossi og Vagnar og Þjónusta.

Það voru Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður Spretts og Hafsteinn Hilmarsson og Aron Óskarsson, eigendur Gluggar og Gler sem undirrituðu eins árs samning um Gluggar og Glerdeildina 2016.