Áhugamannadeildin 2016

20. ágúst 2015
Fréttir

 

Fundur verður haldinn í Sprettshöllinni miðvikudaginn 26 ágúst kl. 18:00 
þar sem dregið verður um þau lið sem komast að í deildinni 2016.
Liðin sem þegar hafa tryggt sér keppnisrétt verða einnig kynnt.

Eins og fram hefur komið þá verða það 15 lið sem keppa í deildinni árið 
2016 og keppt verður í fimm greinum.

Það eru fjögur liðspláss laus í Áhugamannadeildina 2016 og hefur áhugi 
nýrra liða verið mikill.  Sjö ný lið hafa sótt um þau fjögur pláss sem 
laus eru þannig að spennan er mikil fyrir því
hvaða lið komast að.

Hvetjum alla keppendur, umsækjendur og aðra áhugamenn um deildina að 
fjölmenna á fundinn.

Á  fundinum verður einnig kynntir styrktaraðilar ásamt því að farið 
verður yfir dagskrá Metamóts Spretts sem haldið verður 4-7 september.

kveðja
Áhugamannadeild Spretts