Afsláttur aðeins á netinu

23. júní 2011
Fréttir
Miðasalan á Landsmótið á Vindheimamelum gengur mjög vel og er fólk enn að kaupa sér miða á netinu. Miðasalan á Landsmótið á Vindheimamelum gengur mjög vel og er fólk enn að kaupa sér miða á netinu.

Fyrirkomulag miðasölunnar hefur verið þannig að félagar í BÍ og LH hafa notið afsláttar sé miðinn keyptur á netinu í gegnum http://www.landsmot.is/ og verður svo áfram.

Í miðasölunni á Vindheimamelum verður hins vegar ekki hægt að nýta sér þessi afsláttarkjör, því aðstæður leyfa ekki að flett sé upp í félagaskrá þessara félaga um leið og verslað er. Það sama gildir um N1 afsláttinn, hann gildir ekki í hliðinu á Vindheimamelum.

Það er því um að gera fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta sér félagaafslátt BÍ eða LH eða korthafa N1, að versla miðana sína tímanlega á netinu.

Smellið hér til að fara inná miðasölu Landsmóts.