Æskulýðssýning Geysis 1.maí

1. maí kl 11:00 ætla pollar, börn, unglingar og ungmenni að sýna afrakstur vetrarstarfsins sem hefur verið í gangi á starfssvæði Geysis.
Þetta er fjáröflunarsýning til ætlað Æskulýðsnefnd Geysis og rennur allur ágóði sjoppunnar til nefndarinnar.
Geysir vill bjóða öllum að koma og horfa á sýninguna og taka þátt í þessum hátíðarhöldum með okkur.
Frítt er inná sýninguna.
Bettina mætir með hestvagninn á svæðið.