Æskulýðsskýrslur 2017

Nú er formannafundur í undirbúningi hjá félögum LH og þar verður að venju veittur æskulýðsbikar sambandsins. Æskulýðsnefnd LH velur það félag sem hlýtur bikarinn og byggir val sitt að mestu leyti á þeim æskulýðsskýrslum sem sendar eru inn af félögunum. Það er því til mikils að vinna að senda inn góða skýrslu sem spannar það góða starf sem félögin standa fyrir á sínum svæðum.

Á vef LH undir “Æskan” má finna skýrslur síðustu ára og einnig yfirlit yfir þau félög sem hlotið hafa bikarinn eftirsótta: http://www.lhhestar.is/is/aeskulydsmal

Síðasti dagur til að skila inn skýrslum er 12.október næstkomandi. Þær má senda á hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.

Við minnum að lokum á að nú eftir lagabreytingu á síðasta landsþingi, eiga æskulýðsfulltrúar seturétt á fundinum, ásamt formanni og gjaldkera/framkvæmdastjóra.

Skrifstofa LH