Æskulýðsskýrslur 2015

Æskulýðsskýrslur hestamannafélaganna fyrir árið 2015 eru nú aðgengilegar hér á vef LH. Þær má finna undir Æskan - Æskulýðsskýrslur - 2015. 

Skýrslurnar bera starfi æskulýðsnefnda hestamannafélaganna gott vitni og eru þær hið besta verkfæri fyrir alla sem að æskulýðsstarfi koma, til að koma með nýja strauma inn í sitt félag. LH hvetur allt æskulýðsnefndarfólk til að renna í gegnum skýrslurnar, fá hugmyndir, "stela" hugmyndum og þróa nýjar hugmyndir að fjölbreyttu og spennandi starfi fyrir æskulýðinn í hestamennskunni. 

Æskulýðsbikarinn 2015 hlaut Sprettur, en þeirra skýrsla var frábær, vel gerð og lýsti miklu og fjölbreyttu starfi sem kryddað var nýjum hugmyndum. 

Allar innsendar skýrslur 2015 má skoða með því að smella hér.