Æskulýðsmót á ís - Skráning hafin

03. apríl 2009
Fréttir
Æskulýðsmót á ís verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík þann 9. Apríl. Keppt verður í tveimur flokkum: 14 – 17 ára og 18 – 21 árs. Knapar mega að hámarki keppa á tveimur hrossum í forkeppni. Komi knapi tveimur hrossum í úrslit þarf hann að velja annað í úrslit. Skráningardagar eru 30. mars – 3. apríl á www.gustarar.is. Æskulýðsmót á ís verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík þann 9. Apríl. Keppt verður í tveimur flokkum: 14 – 17 ára og 18 – 21 árs. Knapar mega að hámarki keppa á tveimur hrossum í forkeppni. Komi knapi tveimur hrossum í úrslit þarf hann að velja annað í úrslit. Skráningardagar eru 30. mars – 3. apríl á www.gustarar.is.

Mót þetta er hið fyrsta sinnar tegundar í þessum aldursflokkum. Það er haldið til styrktar æskulýðsstarfi inna LH. Miðaverð er 1000 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Nánari upplýsingar á skrifstofu LH í síma 514-4030.