Æskan og hesturinn

27. mars 2012
Fréttir
Fjölskyldusýningin Æskan og hesturinn verður haldin á sunnudaginn kemur, þann 1.apríl. Tvær sýningar verða þann dag, kl 13 og 16. Búist er við mikilli aðsókn enda frítt inn! Fjölskyldusýningin Æskan og hesturinn verður haldin á sunnudaginn kemur, þann 1.apríl. Tvær sýningar verða þann dag, kl 13 og 16. Búist er við mikilli aðsókn enda frítt inn!

Krakkarnir í hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og gestafélagið Þytur, hafa lagt nótt við dag að æfa sín atriði og eru til í tuskið á sunnudaginn.

Atriðin eru af ýmsum toga: Smalakeppni, fimleikar á hestum, pollar í skrautbúningum, töltslaufur 10-12 ára krakka, afreksknapar og margt margt fleira.

Æskan og hesturinn er hluti Hestadaga í Reykjavík og verður lokapunktur þeirrar hátíðar!