Aðstæður erfiðar - úrtöku aflýst til morguns

11. júní 2013
Fréttir
Blika og Birgitta eftir fallið. Mynd: Óðinn Örn
Úrtökumótið í Víðidalnum er í uppnámi og tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa mótinu til morguns. Tveir hestar féllu í brautinni með knapa sinn og ákveðið var að stöðva keppni á Hvammsvellinum og grandskoða aðstæður, sem síðan leiddi til þessarar ákvörðunar.

Úrtökumótið í Víðidalnum er í uppnámi og tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa mótinu til morguns. Tveir hestar féllu í brautinni með knapa sinn og ákveðið var að stöðva keppni á Hvammsvellinum og grandskoða aðstæður, sem síðan leiddi til þessarar ákvörðunar. 

Í fimmganginum í dag féll Máttur frá Leirubakka með Sigurð Vigni Matthíasson og í fjórgangi ungmenna féll einnig Blika frá Hjallanesi með Birgittu Bjarnadóttur knapa sinn. 

Nú stendur yfir fundur mótsstjórnar vegna þessara atvika þar sem ákveðið verður hvert framhaldið verður. 

Álykta má sem svo að völlurinn sé háll eftir miklar rigningar undanfarið og segja menn á svæðinu að undir efsta lagi vallarins sé flughált og hafa fleiri hestar en þau Máttur og Blika verið við það að detta. 

isibless.is náði myndbandi af falli Sigga Matt og Máttar, og má sjá það með því að smella hér. Sem betur fer eru knapar og hestar ómeiddir.