Aðalfundur Hornfirðings og undirritun samningar

14. desember 2009
Fréttir
Hjalti bæjarstjóri og Bryndís formaður handsala samninginn
Aðalfundur hestamannafélagsins Hornfirðings var haldin 1. desember síðastliðinn. Á fundinum var undirritaður samningur við sveitarfélagið Hornafjörð um áframhald á byggingu reiðskemmunar. Aðalfundur hestamannafélagsins Hornfirðings var haldin 1. desember síðastliðinn. Á fundinum var undirritaður samningur við sveitarfélagið Hornafjörð um áframhald á byggingu reiðskemmunar. Á haustdögum hófust viðræður við sveitarfélagið um aðstoð við fokheldi reiðhallarinnar. Hafa þær viðræður gengið vel, enda auðfundinn velvilji í garð hestamannafélagsins. Sveitarfélagið leggur fram fjármagn og stjórn verksins en hestamannafélagið leggur fram vinnu eftir óskum byggingarstjóra. Byggingarstjóri verður Birgir Árnason. Sveitarfélagið semur við járnsmiði og aðra sem koma að verkinu. Nú verður brátt allt sett á fullt til að gera skemmuna fokhelda.
Saga byggingar reiðhallarinnar hefur tekið alltof langan tíma. Samningur við verktaka var undirritaður í apríl 2007, grindin reist í janúar 2008 en um mitt ár 2008 var ljóst að verktaki mundi ekki standa við gerða samninga.
Sex nýjir félagar gengu í Hornfirðing á fundinum. Talsverðar breytingar voru á stjórn, úr stjórninni gengu Eydís Benediktsdóttir ritari, Ásthildur Gísladóttir og Árnína Guðjónsdóttir.Nýja stjórn skipa Bryndís Hilmarsdóttir formaður, Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri, Pálmi Gumundsson ritari, Kristján V. Björgvinsson meðstjórnandi og Jón Finnsson meðstjórnandi. Varamenn: Ingólfur Vopni Ingólfsson og Sigrún Harpa Baldursdóttir.