Aðalfundur hestamannafélagsins Léttis

01. mars 2010
Fréttir
Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis, haldin í Top Reiter höllinni þriðjudaginn 23. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi við og fagnar ákvörðun stjórnar LH frá 29. desember s.l. um að hefja fyrst viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík með það að markmiði að halda Landsmót Hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík 2012. Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis, haldin í Top Reiter höllinni þriðjudaginn 23. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi við og fagnar ákvörðun stjórnar LH frá 29. desember s.l. um að hefja fyrst viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík með það að markmiði að halda Landsmót Hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík 2012. Stjórn LH hefur með ákvörðun sinni opnað á það aftur að landmótsstöðum verði fjölgað á ný og fleiri staðir til þess bærir fái að reyna sig við landmótshald. Ennfremur harmar fundurinn hörð viðbrögð andstæðinga ákvörðunar stjórnar LH er fram hafa komið við þessar ákvörðun stjórnar samtakanna, og hvetur alla hestamenn til að una þessari ákvörðun sem tekin er samkvæmt lögum og reglum LH þar að lútandi og vinna saman að framþróun Landsmóta hestamanna á landinu á sem flestum stöðum. Landsmót hestamanna er sameign okkar allra og sundurlindi og úlfúð má ekki skaða orðspor okkar frekar.
Við Eyfirðingar þekkjum það af eigin raun hvernig er að verða órétti beittir við val á landsmótsstað en í þessu tilfelli vann stjórn samtaka okkar af heilindum og enginn fyrirfram gefin loforð voru svikin né nein brögð þar í tafli.
Því endurtekur aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis og lýsir yfir fullum stuðningi okkar við þessar ákvörðun stjórnar LH.