Aðalfundur Gusts - ályktun

05. mars 2012
Fréttir
Ályktun frá aðalfundi Hestamannfélagsins Gusts Kópavogi sem haldinn var 29. febrúar 2012. Ályktun frá aðalfundi Hestamannfélagsins Gusts Kópavogi sem haldinn var 29. febrúar 2012.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Gusts haldinn 29. febrúar 2012 lýsir yfir miklum vonbrigðum með það hvernig Kópavogsbær hefur staðið að þeirri uppbyggingu á Kjóavöllum, sem var forsenda fyrir flutningi félagsins þangað. Nú tæpum sex árum síðan samningar þar að lútandi voru undirritaðir er þar hvorki að finna velli eða reiðhýsi sem gerir félaginu ómögulegt að starfa þar.

Með aðgerðum Kópavogsbæjar s.l. sumar var hestamönnum meinað að halda hesta á Glaðheimasvæðinu og var því enn brýnna fyrir sveitarfélagið að standa við gefin fyrirheit.

Fundurinn skorar á ráðamenn Kópavogsbæjar að bregðast nú við af myndugleik og mæta samvinnufúsum fulltrúum hestamannafélagsins af sanngirni svo finna megi lausn sem væri bæjarfélaginu til sóma og hestamennskunni í Kópavogi til framdráttar. Fundurinn minnir á að ráðamenn í Kópavogi hafa til þessa stutt af miklum myndarskap við íþróttastarf í bænum. Hestamennskan er sannarlega íþrótt og þá ekki síst fjölskylduíþrótt.

Fundurinn treystir á að nú þegar verði hafist handa þar sem málið þolir ekki frekari bið.