Á spretti aftur á skjáinn

Magnús Benediktsson og Hilmar Björnsson
Magnús Benediktsson og Hilmar Björnsson

 

Hestamannafélagið Sprettur og RÚV hafa undirritað samning um framleiðslu og sýningu annarar þáttaraðar af “Á spretti,” sjónvarpsþáttum sem fjalla um Glugga- og glers deild áhugamanna í hestaíþróttum. RÚV sýndi frá deildinni sl. vetur við mjög góðar viðtökur, en þá voru sýndir fimm þættir.

Á næsta ári verða þættirnir sex enda hefur einni keppnisgrein verið bætt við deildina og fjallað verður um mótin fimm, auk samantektarþáttar í lokin. Þættirnir verða á dagskrá hálfsmánaðarlega á milli móta og hefjast sýningar í febrúar. 

Umsjón með þáttunum hefur Hulda G. Geirsdóttir og um dagskrárgerð sjá þau Hulda og Óskar Þór Nikulásson.