59. Landsþing Landssambands hestamannafélaga

59. Landsþing LH verður haldið á Selfossi, dagana 17. og 18. október n.k. í boði hestamannafélagsins Sleipnis. Rétt til þingsetu eiga 175 þingfulltrúar frá 45 hestamannafélögum.

Formönnum félganna var sent bréf með boðun á landsþingið í síðustu viku og kjörbréf verða send til þeirra um miðjan ágúst ásamt upplýsingum um gistingu á Selfossi.

Tillögur og önnur málefni sem hestamannafélögin óska eftir að tekin verða fyrir á þinginu, verða að berast skrifstofu LH í síðasta lagi 22. ágúst n.k.

Í lögum LH stendur:

"1.2.2 Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 8 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn LH tilkynna sambandsaðilum bréflega dagskrá þingsins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa í síðasta lagi  2 vikum fyrir þingið."