24 milljóna hagnaður af LM08

24. október 2008
Fréttir
Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.

Lárus sagði að LM2008 hefði skilað 22 milljónum í afgang. Peningaleg staða væri nú 20 milljónir króna. Þær væru geymdar inná verðtryggðum sparireikningi. Hann bætti við til gamans að þær væri ekki í verðbréfum og féll það vel í kramið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Landsmót skilar umtalsverðum hagnaði síðan félag um það var stofnað árið 2000. Lárus sagði bætta afkomu meðal annars skýrast af góðri aðsókn, góðu starfsfólki og því að uppsöfnuð reynsla væri farin að nýtast í rekstrinum. Um fjórtán þúsund manns sóttu LM2008 sem er metaðsókn frá upphafi Landsmóta.