100 dagar í Landsmót 2010

19. mars 2010
Fréttir
Ævar Örn Guðjónsson og Gullbrá frá Húnsstöðum.
Hér er mikið tamið og þjálfað, frá morgni til kvölds. Við erum með 40 hross á járnum,hryssur, graðhesta og eitthvað af geldingum“ segir Ævar Örn Guðjónsson sem rekur hestamiðstöðina Hestar ehf á Kjóavöllum í Garðabæ. Hér er mikið tamið og þjálfað, frá morgni til kvölds. Við erum með 40 hross á járnum,hryssur, graðhesta og eitthvað af geldingum“ segir Ævar Örn Guðjónsson sem rekur hestamiðstöðina Hestar ehf á Kjóavöllum í Garðabæ. Nú þegar 100 dagar eru þar til að Landsmót hestamanna hefst er Ævar Örn spurður út í hestakostinn.  ,,Meðaldur hrossanna í hesthúsinu hjá mér er ekki hár, flest eru þau 4 og 5 vetra. Það er jú Landsmót framundan og stefnt er á að fara með flota af hrossum í dóm í vor. Þar get ég nefnt Libu 5 vetra hryssu undan Lydíu frá Vatnsleysu og Andra frá sama bæ, Lokkadís frá Sólheimum  Þristsdóttir frá Feti er einnig á góðu róli svo og Rispa frá Hvoli sem stóð efst í 4 vetra flokknum á Fjórðungsmóti Vesturlands í fyrra. Einnig er ég með magnaða hryssu, Gullbrá frá Húnsstöðum, en hún sprengviljug  og vígaleg.“ Ævar segir þetta allt vera feiknagóðar hryssur og getumiklar. ,,Hér eru einnig nokkrir prýðisgóðir folar á fjórða vetur undan Glampa frá Vatnsleysu, Töfra frá Kjartansstöðum og Víði frá Prestbakka.„

Það styttist í Landsmót og greinileg stemming er komin í mannskapinn. Eigendur fylgjast vel með sínum hrossum og væntingarnar innnan seilingar.

„Ég er með færri hross í gæðingakeppnina og kappreiðarnar en ég reikna nú með því að vera með eitthvað í þær greinar. Það skýrist þegar nær dregur Landsmóti.“

Heimild:  www.landsmot.is