Afreksstefna LH

Afreksstefna Landssambands hestamannafélaga (LH) er yfirlit yfir fyrirhugað skipulag og áætluð markmið fyrir afreksstarf hestaíþróttarinnar á Íslandi fyrir tímabilið 2015-2020.

Tilgangur með gerð afreksstefnunnar er að leggja línur varðandi umhverfi afreksíþróttafólks í hestaíþróttum og setja markmið um hvernig megi auka getu þeirra.  Stefnt er að því að landsliðið í hestaíþróttum verði meðal þeirra bestu í heiminum.

Stjórn LH telur markmiðin og stefnuna sem hér koma fram mjög metnaðarfulla og mun reyna  að gera allt sem  hún getur til að tryggja fjármagn til að hægt sé að fylgja þeim markmiðum sem sett eru í stefnunni.

Afreksstefna LH