Vilja að Skógarhólar verði áfram

Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli.Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli. Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli.

Góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu. Aðstaðan, sem var byggð á vegum LH, hefur verið opin frá byrjun maí og fram í september ár hvert. Margir eru nú uggandi um framtíð svæðisins. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að bæði Þingvallanefnd og stjórn LH séu sammála um að áningastaðurinn á Skógarhólum eigi rétt á sér. Það sé aðeins spurning um hver reki hann og í hvaða formi.

„Landssamband hestamannafélaga hefur rekið aðstöðuna í Skógarhólum um langt árabil. Sá rekstur hefur sjaldnast staðið undir sér. Það gengur að sjálfssögðu ekki upp að gengið sé í sjóði LH til að greiða niður tap af þeim rekstri. Það liggur fyrir að hús og girðingar þarfnast nú verulegra endurbóta, sem kosta munu drjúgan skilding. Við höfum verið í viðræðum við Þingvallanefnd um framtíð Skógarhóla. Það er vilji beggja að aðstaðan þar verði rekin áfram í líkri mynd og verið hefur. Vonandi fáum við skýrar línur í þetta mál í haust,“ segir Haraldur.