Viðar og Þorvaldur í töltið

Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18 júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti. Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18 júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti.

Annar góður knapi mun etja kappi við Viðar, en það er Þorvaldur Árni Þorvaldsson á hestinum B-Moll frá Vindási. B-Moll er undan Andvara frá Ey og Lótus frá Vindási, sem fékk á sínum tíma 8,34 fyrir kosti en ekki nema 7,28 fyrir sköpulag, þar af 6,5 fyrir bak og lend, en 8,5 fyrir tölt og skeið. Þorvaldur og B-Moll urðu í fjórða sæti í tölti meistara á Reykjavíkur meistaramóti í vor.

Því má bæta við að Viðar mun einnig mæta með Segul frá Miðfossum í fimmgang og gæðingaskeið. Og hin unga og efnilega skagfirska reiðkona Líney Hjálmarsdóttir ætlar að spreyta sig á úrtökunni með fimmgangshest sinn Vaðal frá Íbishóli. Þau urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki á Dalvík 2007 og unnu slaktaumatöltið á UMSS móti á Hólum í vor.

Þá hefur heyrst af nokkrum knöpum sem er heitir fyrir skráningu (opið til kl. 16.00 í dag :-). Þar á meðal eru Sölvi Sigurðsson með töltarann og fjórgangarann Óða-Blesa frá Lundum og Ísólfur Þórisson með skeiðhryssuna Ester frá Hólum. En þetta skýrist allt þegar skráningarfrestur rennur út í dag.