Vel heppnað FEIF þing í Finnlandi


Hið árlega FEIF þing (alþjóðasamtök íslenska hestsins) var haldið að þessu sinni í Helsinki í Finnlandi dagana 3. og 4.febrúar sl.

Þann 3. febrúar fóru fram hefðbundin þingstörf, farið var yfir skýrslur og reikninga ásamt því að kosið var í nefndir. Á þinginu nú í ár voru Íslandshestasamtökin í Lichtenstein boðin velkomin þar sem þau eru nú orðin fullgildur meðlimur í FEIF. Þar með eru aðildalönd FEIF orðin samtals 21. Núverandi forseti FEIF, Gunnar Sturluson, var endurkjörinn sem forseti FEIF til tveggja ára.

Þann 4. febrúar funduðu svo nefndir FEIF. Í kynbótanefnd FEIF var Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, endurkjörinn til tveggja ára. Heimir Gunnarsson, kynbótadómari, var kosinn nýr inn í kynbótadómaranefnd FEIF. Í menntanefnd FEIF kom Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum, nýr inn og Hlín Mainka Jóhannesdóttir tók sæti í útreiðanefnd FEIF (e. Leisure riding). Hulda Gústafsdóttir situr áfram í sportnefnd FEIF og Helga B. Helgadóttir situr áfram í Æskulýðsnefnd FEIF.

Ef áhugasamir vilja kynna sér enn betur störf nefnda FEIF bendum við á heimasíðu FEIF – www.feif.org