Útflutningur ívið meiri

Kjarkur frá Egilsstaðabæ er eitt þeirra hrossa sem flutt hafa verið út á árinu.
Kjarkur frá Egilsstaðabæ er eitt þeirra hrossa sem flutt hafa verið út á árinu.
Ívið fleiri hross hafa verið seld til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu fjóru mánuðum ársins 2008 voru 473 hross seld til 11 landa. Á fyrstu fjóru mánuðum 2009 voru seld 487 hross til 13 landa. Þau lönd sem bætast við í ár eru Færeyjar með 5 hross, og Ítalía með 1 hross. Ívið fleiri hross hafa verið seld til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu fjóru mánuðum ársins 2008 voru 473 hross seld til 11 landa. Á fyrstu fjóru mánuðum 2009 voru seld 487 hross til 13 landa. Þau lönd sem bætast við í ár eru Færeyjar með 5 hross, og Ítalía með 1 hross.

Kippur hefur orðið í sölu hrossa til Þýskalands. Það hefur nú endurnýjað gamla forystu og þangað hafa nú verið seld 143 hross. Svíþjóð, sem hefur verið stærsta útflutningslandið í mörg ár, er með 111 hross. Danir hafa keypt heldur færri hross en í fyrra og eru nú með 97 hross í staðinn fyrir 126 á sama tímabili í fyrra. Hlutfall A vottaðra hrossa hefur aukist. Af þeim hrossum sem seld höfðu verið út fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru 20% með A vottun, en í ár eru þau tæp 27%, miðað við sama tímabil.

Byggt á upplýsingum frá: www.worldfengur.com