Úrslit frá fimmgangi í KEA mótaröðinni

Nú er nýlokinni keppni í fimmgangi í KEA mótaröðinni. Á annan tug hesta mættu til leiks en eitthvað var um afskráningar vegna frestunar á mótinu. Nú er nýlokinni keppni í fimmgangi í KEA mótaröðinni. Á annan tug hesta mættu til leiks en eitthvað var um afskráningar vegna frestunar á mótinu.

Mótið gekk vel og voru A- úrslitin ekki ráðin fyrr en á síðasta skeiðsprett. Það var Viðar Bragason á Sísí frá Björgum sem sigraði að lokum en Stefán Friðgeirs og Dagur frá Strandarhöfði var aðeins 0,05 stigum á eftir þeim.
Næsta KEA mótaraðakvöld verður næstkomandi fimmtudag og þá verður keppt í slaktauma tölti og skeiði.
 
Hér eru úrslit kvöldsins:

1     Viðar Bragason / Sísí frá Björgum  6,86  
2     Stefán Friðgeirsson / Dagur frá Strandarhöfði  6,81  
3     Baldvin Ari Guðlaugsson / Frami frá Efri-Rauðalæk  6,62  
4     Vignir Sigurðsson / Prinsessa frá Garði  6  
5     Þorvar Þorsteinsson / Stáli frá Ytri-Bægisá  5,86  
      
Fimmgangur      
B úrslit 1. flokkur -       
  Sæti     Keppandi    
1     Vignir Sigurðsson / Prinsessa frá Garði  6,21  
2     Þór Jónsteinsson / Kopar frá Hvanneyri  6,05  
3     Camilla Höj / Skjóni frá Litla-Garði  5,62  
4     Helga Árnadóttir / Þruma frá Akureyri  5,45  
5     Pétur Vopni Sigurðsson / Öðlingur frá Búðarhóli  5,21