Ungur hestamaður í Mána lést af slysförum

Ungi maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Garðinum í síðustu viku hét Kristján Falur Hlynsson, 18 ára. Hann var hestamaður af lífi og sál og stundaði hestamennskuna ásamt fjölskyldu sinni hjá Mána í Keflavík. Öllum viðburðum hjá Mána hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ungi maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Garðinum í síðustu viku hét Kristján Falur Hlynsson, 18 ára. Hann var hestamaður af lífi og sál og stundaði hestamennskuna ásamt fjölskyldu sinni hjá Mána í Keflavík. Öllum viðburðum hjá Mána hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Guðbergur Reynisson, formaður Mána, segir að þetta sé mikið áfall. Kristján Falur hafi nánast verið uppalinn í hesthúsahverfinu og hann og fjölskylda hans hluti af hestasamfélaginu á staðnum. „Það ríkir sorg í félaginu. Útför Kristjáns Hlyns fer frem á föstudaginn kemur klukkan 13.00. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun hvenær dagskrá í hestamannafélaginu verður sett í gang aftur,“ segir Guðbergur.

Landssamband hestamannafélaga vottar aðstandendum og Mánafélögum samúð.