Tillögufrestur fyrir landsþing er 30. október

Landsþing LH verður haldið dagana 27. og 28. nóvember 2020.

Frestur til að leggja fram tillögur til þingsins og málefni til umræðu er 30. október. Tekið skal fram að þær tillögur sem bárust áður en þingið var fært eru í fullu gildi.

Tilkynning um framboð til embættis formanns eða til stjórnar LH skal berast kjörnefnd minnst hálfum mánuðum fyrir landsþing, eða 13. nóvember. Kjörnefnda skipa Margeir Þorgeirsson formaður, Helga Claessen og Þórður Ingólfsson. Tilkynningar um framboð skulu berast til formanns kjörnefndar á netfangið vodlarhestar@gmail.com.

Breytingar á kjörbréfum aðildarfélaga skulu berast skrifstofu LH í síðasta lagi 13. nóvember. Hafa ber í huga að í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 má búast við að þingið verði rafrænt.

Skrifstofa LH veitir allar upplýsingar um þingið í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið lh@lhhestar.is