Taumlás hrekkur í sundur

Taumurinn umræddi. Augað fyrir segulnaglann er of vítt.
Taumurinn umræddi. Augað fyrir segulnaglann er of vítt.
Sævar Leifsson, hestamaður í Hafnarfirði, slapp með skrekkinn þegar hann var í útreiðartúr með félaga sínum fyrir skömmu og taumlás hrökk í sundur. Hann var með nýjan taum sem hann hafði keypt í versluninni Hestar og menn. Sævar Leifsson, hestamaður í Hafnarfirði, slapp með skrekkinn þegar hann var í útreiðartúr með félaga sínum fyrir skömmu og taumlás hrökk í sundur. Hann var með nýjan taum sem hann hafði keypt í versluninni Hestar og menn.

Fljótlega eftir að þeir voru riðnir af stað gerist það fyrirvaralaust að taumurinn hrekkur úr sambandi öðrum megin. Hestinum brá við og ætlaði að taka á rás en Sævar gat sveigt hestinn að hesti félaga síns og stoppað hann þannig. Ekki þarf að spyrja að því hvað hefði getað gerst ef Sævar hefði verið á lítið tömdu trippi eða mjög örgeðja hesti. Sævar hefur sent erindi til öryggisnefndar LH með fyrirspurn um hvort ástæða sé til að setja öryggisstaðla fyrir reiðtygi. Erindið verður væntanlega tekið fyrir á fundi nefndarinnar í kvöld.

EINSTAKT TILFELLI
Anna Ingvarsdóttir, eigandi og verslunarmaður í Hestar og menn, segir að umræddur taumur sé frá erlendum framleiðanda. Engin kvörtun hafi borist vegna þessara tauma. Um einstakt tilfelli sé að ræða.

„Ég hef enga kvörtun fengið vegna galla í reiðtygjum frá því að ég keypti verslunina þann 21. febrúar í vetur. Þetta er fyrsta og eina tilfellið. Þessi maður hefur heldur ekki komið með tauminn til mín, en ég hvet hann eindregið til að gera það. Ég mun að sjálfsögðu endurgreiða honum tauminn eða láta hann hafa nýjan,“ segir Anna.

„Manni bregður auðvitað við að heyra svona. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum og get varla hugsað þá hugsun til enda ef einhver slasaðist vegna galla í reiðtygjum frá okkur. Maður telur sig náttúrulega vera að flytja inn góða vöru og ég og starfsfólk verslunarinnar notum þessa tauma sjálf. Það hefur ekkert komið upp á.

Það fara ekki fram nein álagspróf hjá okkur í verslunni og ég veit ekki til þess að reiðtygi þurfi að gangast undir öryggisstaðla. Nema reiðhjálmarnir, sem þurfa að uppfylla ákveðna öryggisstaðla,“ segir Anna Ingvarsdóttir í Hestar og menn.