Styttist í hátíðina!

Félag Tamningamanna stendur fyrir sannkallaðri hátíð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Félag Tamningamanna stendur fyrir sannkallaðri hátíð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Hátíðin fer fram í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 19.febrúar þar sem margir af okkar fremstu knöpum sýna gestum aðferðir sínar við tamningu og þjálfun ásamt fleiri uppákomum. Allir meistara Félags Tamningamanna koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti en þeir eru; Reynir Aðalsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson, Eyjólfur Ísólfsson, Benedikt Líndal og Þórarinn Eymundsson. Á næstu dögum verða fleiri kynntir til leiks. Fylgist vel með, ekki missa af veislunni!