Stóðhestavelta landsliðsins - næstu 15

Um 100 folatollar verða í pottinum í stóðhestaveltu landslilðsins sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 15 stóðhesta til leiks:

Álfaskeggur frá Kjarnholtum
Álfaskeggur hefur hlotið í kynbótadómi 8,53 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir vilja og geðslag og fet og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Myndband af Álfaskeggi

Vegur frá Kagaðarhóli
Vegur hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið yfir 8 í töltkeppni. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,03 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, hægt tölt og samstarfsvilja og 9,0 fyrir skeið, stökk og fegurð í reið. Myndband af Vegi

Grímur frá Skógarási
Grímur hefur átt farsælan keppnisferil í fjórgangi og tölti. Hann hefur hlotið 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt stökk og hægt tölt í kynbótadómi. Myndband af Grími

Huginn frá Bergi
Huginn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,44 og fyrir hæfileika 8,58, þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag, hófa og prúðleika og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfleikadóms. Myndband af Huginn

Arður frá Brautarholti
Arður hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á landsmóti 2016. Undan honum eru mörg þekkt keppnis- og kynbótahross. Myndband af Arði

Rammi frá Búlandi
Rammi átti farsælan keppnisferil í a-flokki og fimmgangi. Hann á fjöldann allan af hátt dæmdum afkvæmum. Hann hlaut í kynbótadómi 9,0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið.

Aðalsteinn frá Íbishóli
Aðalsteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,66 í hæfileikaeinkunn, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag. Myndband af Aðalsteini

Gangster frá Árgerði
Gangster hefur átt farsælan keppnisferil, var m.a. í úrslitum í a-flokki á landsmóti 2014. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og prúðleika. Myndband af Gangster

Drumbur frá Víðivöllum fremri
Drumbur er hátt dæmdur klárhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og hægt tölt, 9 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og samræmi. 

Eldur frá Bjarghúsum
Eldur er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi. Myndband af Eldi

Frár frá Sandhól
Frár er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk og 9,0 fyrir tölt, brokk og hófa.

Kjerúlf frá Kollaleiru
Kjerúlf hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2016. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Kjerúlf

Sindri frá Syðra-Velli hefur hlotið 8,52 fyrir hæfileika í kynbótadómi, þar af 9 fyrir samstarfsvilja og 8,5 fyrir flesta aðra þætti hæfileikadóms. Myndband af Sindra

Skaginn frá Skipaskaga
Skaginn hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landssýningu 2020. Í kynbótadómi hlaut hann 8,76 fyrir sköpulag og 8,70 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Skaganum

Steggur frá Hrísdal
Steggur hefur átt farsælan keppnisferil í tölti og fjórgangi. Hann var m.a. í úrslitum í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti 2017, 2018 og 2019 og í úrslitum í tölti á Landsmóti 2018. Myndband af Steggi