Stóðhestavelta landsliðsins - næstu 10 hestar

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardagskvöldið 1. maí nk.

Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Tangó frá Litla-Garði
Tangó er efnilegur kynbóta- og keppnishestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,55 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir samstarfsvilja. Myndband af Tangó frá Litla-Garði

Hafliði frá Bjarkarey
Hafliði hefur hlotið 8,70 fyrir hæfileika í kynbótadómi þar af 9 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Hafliða frá Bjarkarey

Atli frá Efri-Fitjum
Atli er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,48 fyrir byggingu og 8,58 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og samstarfsvilja. Myndband af Atla frá Efri-Fitjum

Hilmir frá Hamarsey
Hilmir er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur m.a. hlotið 5x9 í hæfileikadómi, fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Hilmi frá Hamarsey

Skýr frá Skálakoti
Skýr hlaut Sleipnisbikarinn á landssýningu kynbótahrossa 2020 þar sem hann stóð efstur hesta sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skýr hefur átt farsælan keppnisferil fimmgangi og A-flokki. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Myndband af Skýr frá Skálakoti

Barði frá Laugarbökkum
Barði hefur átt farsælan keppnisferil. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, hægt tölt og bak og lend. Myndband af Barða frá Laugarbökkum

Pensill frá Hvolsvelli hefur hlotið 8,90 fyrir byggingu og 8,29 fyrir hæfileika, 9,5 fyrir bak og lend, samræmi og prúðleika, 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, tölt, brokk og fegurð í reið. Myndband af Pensli frá Hvolsvelli

Auður frá Lundum II er löngu búinn að sanna sig sem mikill kynbótahestur og keppnishestafaðir. Hann á fjölda hátt dæmdra afkvæma. Myndband af Auði frá Lundum

Forkur frá Breiðabólsstað var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landmóti 2016 og fimmti í flokki 7 vetra stóðhesta á Landsmóti 2018. Myndband af Forki frá Breiðabólsstað

Már frá Votumýri
Már er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,71 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir samræmi og 8,36 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið. Myndband af Má frá Votumýri