Stefnt að hreinu hesthúsahverfi fyrir áramót

Stefnt er að því að flytja þau hross, sem talin eru að muni lifa af salmonellu sýkinguna, burt úr hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ sem allra fyrst. Yfir tuttugu af fjörutíu sem veiktust hafa drepist og í gær voru ein fjögur sem talið var að myndu ekki lifa af.Stefnt er að því að flytja þau hross, sem talin eru að muni lifa af salmonellu sýkinguna, burt úr hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ sem allra fyrst. Yfir tuttugu af fjörutíu sem veiktust hafa drepist og í gær voru ein fjögur sem talið var að myndu ekki lifa af.Stefnt er að því að flytja þau hross, sem talin eru að muni lifa af salmonellu sýkinguna, burt úr hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ sem allra fyrst. Yfir tuttugu af fjörutíu sem veiktust hafa drepist og í gær voru ein fjögur sem talið var að myndu ekki lifa af.

Guðjón Magnússon, formaður Harðar, segir í tilkynningu á vef félagsins í gær að stefnt sé að því að flytja þau hross úr hópnum sem búin eru að ná sér, burt úr hverfinu ekki síðar en á þriðjudag. Héraðsdýralæknir, í samstarfi við tæknideild Mosfellsbæjar, sé að semja við verktaka um jarðvegsskipti í gerðum viðkomandi hesthúsa, förgun á skít og sótthreinsun.

Guðjón segir á heimasíðu Harðar í gær:

„Salmonella getur lifað í nokkur ár íjarðvegi og skít og mér skilst að þessi tegund sé sérlega skæð bæði hestum og mönnum. Það er því brýnt að allir fari eftir fyrirmælum dýralækna um þrifnað og sóttvarnir.

Þó salmonellan sé smitandi ber þó að hafa í huga að hún smitast aðeins um munn.  Þannig hafa heilbrigðir hestar sem staðið hafa í stíum við hlið sýktra hesta ekki smitast. Það er mjög áríðandi að ástandið komist sem fyrst í eðlilegt horf.  Víð bíðum eftir áliti Héraðsdýralæknis um það hvenær óhætt er að taka hesta á hús með tryggum hætti, en ég vona að það verði fyrir gamlárskvöld þar sem margir eru með hesta í girðingum nálægt bænum og geta þeir fælst illilega við flugeldana.“