Spennandi B úrslit í fimmgangi framundan

Haukur Tryggvason er efstur inn í B úrslitin. Ljósm:JE
Haukur Tryggvason er efstur inn í B úrslitin. Ljósm:JE
Jens Einarsson: Fimm sterkir keppendur munu keppa í B úrslitum í fimmgangi á HM09. Allir eiga möguleika. Einkunnir þeirra eru fremur jafnar. Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof er þó líklegastur til að vinna. Er í sjötta sætinu með dálítið forskot í einkunn. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á tímabilinu, varð meðal annars í öðru sæti á Þýska meistaramótinu á eftir Rúnu Einarsdóttur. Jens Einarsson: Fimm sterkir keppendur munu keppa í B úrslitum í fimmgangi á HM09. Allir eiga möguleika. Einkunnir þeirra eru fremur jafnar. Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof er þó líklegastur til að vinna. Er í sjötta sætinu með dálítið forskot í einkunn. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á tímabilinu, varð meðal annars í öðru sæti á Þýska meistaramótinu á eftir Rúnu Einarsdóttur.

Svipur frá Uppsölum olli nokkrum vonbrigðum í forkeppninni. Hefur harðnað býsna mikið á tauminn frá því á NM08, þar sem hann var ótvíræður sigurvegari í greininni. Tindur frá Varmalæk stóð heldur ekki undir væntingum hjá Stian Petersen. Sýningin byrjaði hressilega en þeir misstu flugið þegar á leið. Fyrri skeiðspretturinn fór í vaskinn. Þetta eru hins vegar góðir knapar og hestar sem geta fagnað góðum degi næst, þótt þeir hafi verið óheppnir í dag.

Stúlkurnar tvær í B úrslitum, þær Vicky Eggertsson á Kvik frá Barghof og Camilla Mood Havig á Herjann frá Lian gætu hæglega velt körlunum út í kant. Ef þeir ekki vanda sig. Sérstaklega vakti reiðmennska Camillu athygli þeirra sem halda í heiðri hin klassísku gildi reiðmennskunnar í íþróttakeppninni. Hún hafði fullkomið vald á hestinum. Reið fjórganginn mun hægar en flestir aðrir. Frábær knapi Camilla með milda og nákvæma taumhendi.

Keppendur í B úrslitum:

06:     007    Haukur Tryggvason [IS] - Baltasar von Freyelhof    7.13
          PREL 7.1 - 7.3 - 7.0 - 6.9 - 7.3    
07:     059    Rasmus Møller Jensen [DK] - Svipur frá Uppsölum    7.00
          PREL 6.8 - 7.1 - 6.1 - 7.1 - 7.2    
08:     088    Vicky Eggertsson [DE] - Kvikur von Barghof    6.90
          PREL 6.9 - 6.8 - 7.0 - 6.9 - 6.9    
09:     133    Stian Pedersen [WC] [NO] - Tindur frá Varmalæk    6.83
          PREL 6.6 - 6.4 - 7.0 - 6.9 - 7.0    
10:     128    Camilla Mood Havig [NO] - Herjann fra Lian    6.80
          PREL 6.9 - 6.7 - 6.9 - 6.4 - 6.8