Sögusetrið komið í nýtt húsnæði

Þáttaskil urðu í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins er það fékk á dögunum húsnæði undir starfsemi sína, þ.e. sýninga-, rannsókna- og starfsaðstöðu. Þáttaskil urðu í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins er það fékk á dögunum húsnæði undir starfsemi sína, þ.e. sýninga-, rannsókna- og starfsaðstöðu. Húsnæðið sem um ræðir er nyrðri hluti gamla hesthússins sem stendur í hjarta Hólastaðar, reist árið 1931 á grunni gamla skólahússins sem brann. Framundan er nokkur vinna við endurgerð á húsnæðinu. Í hesthúsinu verður síðan sett upp sýning um íslenska hestinn. Hún verður sett upp í þremur áföngum. Fyrirhugað er að opna fyrsta hluta 2010, annan hluta 2012 og þriðja hluta 2015. Sýningin sem opnuð verður í ár er í raun forsmekkurinn af því sem koma skal.