Sigurbjörn nýr liðsstjóri landsliðsins

Kristinn Skúlason og Sigurbjörn Bárðarson innsigla samstarfið.
Kristinn Skúlason og Sigurbjörn Bárðarson innsigla samstarfið.

Landsliðsnefnd LH hefur gert samning við nýjan liðsstóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Nefndin tók sér haustið í þessa vinnu og voru nokkrir mjög frambærilegir kandídatar sem komu til greina. 

Fyrir valinu varð hinn reynslumikli keppandi, tamningarmaður og þjálfari Sigurbjörn Bárðarson. Kappann þarf vart að kynna en Sigurbjörn er sá eini úr röðum hestamanna sem hefur hlotið nafnbótina "Íþróttamaður ársins" en það var árið 1993. Hann hefur oftar orðið Íslandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari á íslenska hestinum en nokkur annar íþróttamaður. Hann á því að baki langan og glæsilegan feril í hestaíþróttum og er enn að keppa í fremstu röð. 

Samningurinn við Sigurbjörn er til tveggja ára og er stefnan tekin á Norðurlandamótið í Svíþjóð á ágúst 2018 og síðan heimsmeistaramótið í Berlín 2019.

Stjórn og landsliðsnefnd LH býður Sigurbjörn velkominn til starfa og hlakka til samstarfsins á næstu árum.