Ráslisti Allra sterkustu

 

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stendur fyrir heimsviðburði í Sprettshöllinni næstkomandi laugardag,  4.apríl. Hægt er að ná sér í aðgöngu- og happdrættismiða í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og Baldvin og Þorvaldi Selfossi.

26 sterkustu töltarar heims mæta til leiks. Þar á meðal  heimsmeistarinn í tölti Jóhann R. Skúlason sem flýgur frá Danmörku til að taka þátt. Búast má við gríðarlega skemmtilegri keppni þar sem allt verður lagt undir.

Þarna munum við sjá núverandi heimsmeistara, fyrrverandi heimsmeistara og örugglega

næsta heimsmeistara í tölti, auk landsmótssigurvegara, Íslandsmeistara, Reykjavíkurmeistara svo einhverjir séu nefndir.

Í fyrsta sinn í heiminum verður boðið upp á stóðhestaveltu með 100 folatollum þar sem 90 stóðhestar eru með 1.verðlaun auk 10 ungra og mjög efnilegra hesta sem lofa mjög góðu. Allir 100 tollarnir verða í einum potti og kostar aðeins KR. 25.000 að taka þátt – engin núll og allir hagnast.  Gríðarleg spenna og eftirvænting er um þessa stóðhestaveltu.

Boðið verður uppá spennandi stóðhestakynningu á eftirfarandi stóðhestum: Steggur frá Hrísdal, Sproti frá Enni og Eldur frá Torfunesi.  

Arnari Inga Ólafsson eða Johnny Cash okkar Íslendinga sem vakti svo eftirminnilega athygli á Johnny Cash tónleikunum í Háskólabíó skemmtir gestum.

Happdrættið verður á sínum stað, en meðal vinninga þar verða 3 folatollar undir glæsilega stóðhesta, hnakkur frá Top Reiter og ferðavinningur frá Úrval útsýn.

Þetta verður fjölskylduskemmtun sem enginn má missa af.   Landsliðsnefnd LH vill þakka öllum sem lagt hafa málefninu lið.   Allir vinna í sjálfboðavinnu og öll innkoma rennur óskert til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem heldur á HM í Herning í sumar.   Án allra velgjörðarmanna landsliðsins og styrktaraðila væri ekki mögulegt að senda út landslið.

Aðgöngumiðaverði er stillt í hóf og kostar aðeins KR. 3.500 á mann inn á þennan einstaka heimsviðburð. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Húsið opnar klukkan 18.30  og hefst þá strax stóðhestaveltan sem margir bíða spenntir eftir.

Töltkeppnin hefst á slaginu 20.00 og má búast við að bekkurinn verði þétt setinn.

Ráslistann má finn hér!