Ragnhildur Haraldsdóttir skeifuhafi Hólaskóla

Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Silvía Sigurbjörnsdóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Ljósm:Holar.is
Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Silvía Sigurbjörnsdóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Ljósm:Holar.is
Fimmtíu og einn nemandi var brauskráður úr hestafræðideild Hólaskóla síðastliðinn föstudag. Morgunblaðsskeifan er veitt fyrir besta samanlagða árangur í reiðmennskunámskeiðum vetrarins á 1. ári. Skeifuhafinn í ár er Ragnhildur Haraldsdóttir. Ragnhildur fékk einnig reiðmennskuverðlaun FT. Hestur Ragnhildar er Villi frá Hvítanesi. Fimmtíu og einn nemandi var brauskráður úr hestafræðideild Hólaskóla síðastliðinn föstudag. Morgunblaðsskeifan er veitt fyrir besta samanlagða árangur í reiðmennskunámskeiðum vetrarins á 1. ári. Skeifuhafinn í ár er Ragnhildur Haraldsdóttir. Ragnhildur fékk einnig reiðmennskuverðlaun FT. Hestur Ragnhildar er Villi frá Hvítanesi.

Í öðru og þriðja sæti í skeifukeppninni voru þær Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Ísak frá Oddhóli og Ingunn Birna Ingólfsdóttir á Veru frá Kálfholti. Eiðfaxabikarinn hlaut Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Sylvía fékk einnig viðurkenningar fyrir hæstu aðaleinkunn (9,5) og hæstu einkunn í kennslufræði á leiðbeinendastigi.

Sigvaldi Lárus Guðmundsson fékk tamningabikar FT fyrir hæstu einkunn (9,2) á 2. ári. Hann er hér ásamt konu sinni Mörtu Gunnarsdóttir og Elísabetu dóttur þeirra. Sören Agerskov Madsen fékk Morgunblaðshnakkinn fyrir hæstu einkunn (9,1) á 3. ári. Einnig fékk hann Ástundarhestinn fyrir bestan árangur í reiðmennsku og LH-styttuna fyrir hæstu einkunn í reiðkennslu. Sören situr hér Töfra frá Hafragili.

Árni Björn Pálsson sigraði úrslit í gæðingafimi á hryssunni Líf frá Möðrufelli.
2. sæti Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Ísak frá Oddhóli
3. sæti Ragnhildur Haraldsdóttir og Villi frá Hvítanesi
4. sæti Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Vera frá Kálfholti
5. sæti Svana Ingólfsdóttir og Spyrnir frá Grund
6. sæti Daníel Ingi Larsen og Lótus frá Tóftum.

Sjá fleiri myndir á www.holar.is