Opið íþróttamót Sóta

Í tilefni af 20 ára afmæli Hestamannafélagsins Sóta verður haldið opið íþróttamót á nýjum glæsilegum velli félagsins við Breiðumýri  á Álftanesi 16. og 17. maí næstkomandi. Keppt verður í öllum aldursflokkum í fjórgangi, fimmgangi, tölti og T-2 ef næg þátttaka fæst. Í tilefni af 20 ára afmæli Hestamannafélagsins Sóta verður haldið opið íþróttamót á nýjum glæsilegum velli félagsins við Breiðumýri  á Álftanesi 16. og 17. maí næstkomandi. Keppt verður í öllum aldursflokkum í fjórgangi, fimmgangi, tölti og T-2 ef næg þátttaka fæst.

Í fullorðinsflokki verður keppt í meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki ef næg þátttaka fæst í hvern flokk. Skráning fer fram mánudaginn 11. maí n.k. kl. 19.00 - 21.00 í félagshúsi Sóta eða í síma  618-0266   692-8899   825-0572  á sama tíma.
Skráningagjöld eru í fullorðinsflokki kr. 3.000,- á fyrstu skráningu og kr. 2.000,-  á hverja skráningu þar á eftir og í yngri flokkum kr. 1.500,- á fyrstu skráningu og kr. 1.000,- á hverja skráningu þar á eftir.
 
Mótanefnd Sóta