Nýskráning Íslandsmeta í kappreiðum

Drífa frá Hafsteinsstöðum, knapi Sigurður Sigurðarson.
Drífa frá Hafsteinsstöðum, knapi Sigurður Sigurðarson.
Stjórn LH samþykkti á stjórnarfundi 20. mars síðastliðinn að hefja nýskráningu Íslandsmeta í kappreiðum. Breytingin tekur gildi frá og með síðustu áramótum, 2008/2009. Skilyrði fyrir staðfesingu á meti er að viðurkenndur rafrænn búnaður hafi verið notaður þegar metið var sett og ræst út úr básum á kappreiðum þar sem farið er í öllu eftir núgildandi lögum og reglum LH. Stjórn LH samþykkti á stjórnarfundi 20. mars síðastliðinn að hefja nýskráningu Íslandsmeta í kappreiðum. Breytingin tekur gildi frá og með síðustu áramótum, 2008/2009. Skilyrði fyrir staðfesingu á meti er að viðurkenndur rafrænn búnaður hafi verið notaður þegar metið var sett og ræst út úr básum á kappreiðum þar sem farið er í öllu eftir núgildandi lögum og reglum LH.

Jafnframt verður haldið utan um eldri met sem sett voru með handtökubúnaði (handklukkum). Er þessi breyting til samræmis við skráningu meta hjá ÍSÍ.

Þetta þýðir að framvegis verða eldri Íslandsmet, sem sett voru með handklukkum, auðkennd sem slík og verða áfram í gildi sem handklukkumet. Samhliða verða skráð Íslandsmet sett með rafrænum búnaði og auðkennd sem slík. Þetta þýðir í raun að skráning Íslandsmeta hefur verið sett á núll punkt og nú gefast tækifæri á að setja ný Íslandsmet. Sem mörgum þykir tímabært vegna þess að sannað þykir að rafræn tímataka gefur lakari tíma en handklukkur.

Tekið skal fram að met sett með handklukkum fæst ekki staðfest hér eftir, þótt áfram sé heimilt að nota handklukkur við tímatöku á mótum þar sem rafrænn búnaður er ekki til staðar.

Eina Íslandsmetið sem nú er í gildi, og verður áfram, sem rafrænt met, er Íslandsmet Drífu frá Hafsteinsstöðum, 7,18 sekúndur, sett á Selfossi 2007. Aldrei hefur verið staðfest handklukkumet í 100 m skeiði og er tími Drífu jafnframt besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Öll önnur Íslandsmet, bæði í skeiði og stökki, eru handklukkumet.

Keppnisnefnd hefur fjallað um málið en einnig hefur verið haldinn fundur með hagsmunaaðilum eins og Skeiðfélaginu, umsjónarmanni tímatökubúnaðar í eigu Landsmóts ehf., og fulltrúa frá frjálsíþróttasambandinu.

Stjórn LH hvetur aðstandendur móta til að kynna sér þær reglur vel sem gilda um Íslandsmet og hvaða búnað þarf til að þau séu staðfest. Þessar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu LH undir: Um LH > Lög og reglur.