Nýr Sportfengur í sjónmáli

Nú er unnið að lokafrágangi á nýrri útgáfu SportFengs. Tölvunefnd LH hefur fengið stærstan hluta kerfisins afhent til prófana og standa þær yfir á sama tíma og forritarar eru að leggja lokahönd á forritun kerfisins. 

Nýja útgáfan er gerbreytt frá eldri útgáfum og verður vonandi um mikla framför að ræða. Í nýju útgáfunni fer öll vinna fram í netvafra og bæði Kappi og GagnaKappi verða óþarfir. Dómarar (eða ritarar þeirra) slá sínar einkunnir beint inn í forritið og meðaleinkunnir reiknast strax og birtast í dómpalli. Starfsmenn eins og í fótaskoðun skrá líka sínar niðurstöður beint í vafra. 

Enn er ekki hægt að fullyrða um hvenær kerfið verður tekið í notkun en það styttist þó í það. Prófanir ganga vissulega vel en alltaf sjáum við eitthvað sem betur má fara og þarf að laga. Þetta er mikil vinna og tekur tíma. Væntanlega verður svo farið af stað með námskeiðshald áður eða um það leyti sem kerfið verður tekið í notkun. 

Tölvunefnd LH