NM2018 í Svíþjóð - opið fyrir umsóknir

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið á Margaretehof í Kristianstad í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst 2018. 

Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í sumar þurfa að fylla út eftirfarandi umsóknareyðublað fyrir 2. apríl 2018.

Ungmenni sem hafa áhuga þurfa að hafa keppt að lágmarki eitt mót á þeim hesti sem þeir hyggjast keppa á. 

Facebook síða mótsins,  Heimasíða mótsins