Meistaradeild LH og UMFÍ

Fer aftur af stað en með breyttu sniði þar sem ekki verður um liðakeppni að ræða heldur einstaklingskeppni. Aldurstakmark keppanda er 14-21 árs. Fer aftur af stað en með breyttu sniði þar sem ekki verður um liðakeppni að ræða heldur einstaklingskeppni. Aldurstakmark keppanda er 14-21 árs. Fyrsta mótið af þremur verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal 12.febrúar. Þá verður keppt í fjórgangi og T2. Einn inná í einu í fjórgangi, þrír inná í einu í T2. Tímasetning og skráning auglýst síðar.
Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í öllum mótunum. Á hverju móti er krýndur sigurvegari hverrar keppnisgreinar. Til þess að eiga möguleika á titlinum stigahæsti knapinn þarf hinsvegar að taka þátt í öllum mótunum. Í lok mótaraðarinnar verða veitt vegleg verðlaun fyrir þrjá stigahæstu knapana.