Með STRÆTÓ á Landsmót!

Strætó hefur hannað sérleið fyrir gesti Landsmóts hestamanna í Reykjavík í sumar og óhætt er að segja að sá samgöngumáti verði sá hentugasti fyrir gesti mótsins. Strætó hefur hannað sérleið fyrir gesti Landsmóts hestamanna í Reykjavík í sumar og óhætt er að segja að sá samgöngumáti verði sá hentugasti fyrir gesti mótsins.
Leið Strætó verður sem hér segir: Lækjartorg (MR), Hverfisgata, Hlemmur, upp Laugaveg, niður Nóatún, inn borgartún stopp hótel Capin, upp Kringlumýrabraut stopp á Grand (biðstöð heitir Tún), inn á Suðurlandsbraut, stopp við Hilton, stopp við Laugardalshöll, Grensásveg, upp Miklubraut, stoppar í Ártúni áfram Vesturlandsveg, inn á Suðurlandsveg inn á Breiðholtsbraut við Rauðavatn niður Selásbraut inn í hringinn við Selásbraut/Brekknaás (biðstöð Víðidal). Sömu leið til baka.

Vert er að minna á þá skemmtilegu staðreynd að innifalið í Reykjavíkurpassanum (2.000 kr, hægt að kaupa á www.landsmot.is) eru m.a. strætóferðir innanbæjar á meðan mótinu stendur og að auki aðgangur að sundlaugum og söfnum borgarinnar Landsmótsdagana.

Einnig er vert að minna á að Strætó er með leiðir allt austur að Höfn í Hornafirði, svo ljóst er að bíllinn verður ekki helsti samgöngumáti gesta á Landsmóti 2012. Sjá nánar á www.straeto.is

www.landsmot.is