Mánahöllin í Keflavík vígð á laugardaginn

Ný reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Mánahöllin, verður vígð með pompi og prakt laugardaginn 9. maí. Boðið verður upp á hátíðardagskrá þar sem félagar í Mána, bæði börn og fullorðnir, sína listir sínar á eigin gæðingum, auk þess sem ýmsir góðir gestir koma í heimsókn. Húsið opnar klukkan 19.00. Ný reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Mánahöllin, verður vígð með pompi og prakt laugardaginn 9. maí. Boðið verður upp á hátíðardagskrá þar sem félagar í Mána, bæði börn og fullorðnir, sína listir sínar á eigin gæðingum, auk þess sem ýmsir góðir gestir koma í heimsókn. Húsið opnar klukkan 19.00.

Mánahöllin er 70x26 metrar að flatarmáli. Þar af er reiðgólfið 60x20 metrar. Guðbergur Reynisson, formaður Mána, segir að reiðhöllins sem slíka sé tilbúin til notkunar. Ennþá eigi þó eftir að fullklára áhorfendastúkuna og félagsheimilið, sem verður á efri hæð hússins.

„Við höfum sniðið okkur stakk eftir vexti við byggingu þessa húss. Byggingarkostnaður stendur nú í 80 milljónum króna, en við skuldum ekki nema 2,3 milljónir. Við munum ráðast í að ljúka húsinu þegar við sjáum fram á að við höfum efni á því. En það er komið í notkunarhæft ástand sem reiðhöll, sem er aðalatriðið,“ segir Guðbergur.