Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2010 felld niður

Stjórn LH og Keppnisnefnd LH hafa ákveðið, í ljósi aðstæðna, að fella niður lágmarkseinkunnir fyrir Íslandsmót fullorðinna 2010. Stjórn LH og Keppnisnefnd LH hafa ákveðið, í ljósi aðstæðna, að fella niður lágmarkseinkunnir fyrir Íslandsmót fullorðinna 2010. Til að eiga þátttökurétt á Íslandsmóti hefur knapi og hestur þurft að ná ákveðnum lágmarkseinkunnum. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið, að þessu sinni, að fella niður þessar lágmarkseinkunnir.

Íslandsmót fullorðinna verður haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði dagana 22.-25. júlí.